Slökun í jóga – Yoga Nidra

Er hægt að læra að slaka á?
Hmmm... Það er hægt að læra að nota aðferð sem framkallar slökunina.”

Í jóga eru margar leiðir til slökunar. Slökunarástandið hefur jákvæð áhrif á öndunina, vöðvana, blóðrásina, taugakerfið, augun - í raun allan líkamann.

Yoga Nidra djúpslökun er byggð upp þannig að hún hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þú liggur á bakinu og fylgir leiðbeiningum. Hugur og líkami komast í jafnvægi og þú færð endurnærandi hvíld.

Yoga Nidra gefur hámarksslökun á lágmarkstíma og hefur hjálpað mörgum sem hafa átt við svefnleysi að stríða.

„Hálftíma Yoga Nidra jafngildir fjögurra tíma svefni." (Swami Satyananda).

Yoga Nidra er kerfisbundin aðferð til að þróa með sér slökunarhæfileika og innri árvekni. Hún er góður undirbúningur fyrir hugleiðslu.

Það er hægt að læra Yoga Nidra af geisladiski eða í beinni kennslu og seinna getur maður líka leiðbeint sjálfum sér í hljóði. Það er gott að gera Yoga Nidra þegar maður er útkeyrður og spenntur. En það er einnig gagnlegt við þreytu og þunglyndi. Og er mikilvæg aðferð fyrir andlega þróun og vinnuna með sjálfan sig; Sadhana.

 

Meira um Yoga Nidra og slökun:

Tantra and Yoga Nidra

Meditative Deep Relaxation

Pictures of the brain’s activity during Yoga Nidra

What on earth do they use it for…

Savasana

Um geisladiskinn Experience Yoga Nidra með Swami Janakananda

>>> Næsta: Einbeiting – Dharana