Nefskolun og hreinsanir í jóga

Að skola nefið með saltvatni fjarlægir ekki bara óhreinindi og kemur í veg fyrir kvef. Nefskolun (einnig kallað neti) hefur jákvæð áhrif á kinn- og ennisholur og nærliggjandi svæði; augu, eyru, háls og heila og þar með hugarástand þitt. Notuð er blanda af hreinu kranavatni og salti (engin ástæða til að kaupa úða eða tilbúnar lausnir).

neti

 

Neti er gott ráð gegn áhrifum loftmengunar, gegn ryki, frjókornum, bakteríum og veirum. Skolunin örvar slímhimnurnar og bifhárin sem sópa óhreinindum burt úr öndunarfærum og lungum. Það er hægt að nota öndunaræfinguna físibelginn til að hreinsa og þurrka nefið eftir skolunina. Físibelgurinn hreinsar þar að auki blóðið og eykur súrefnismagn þess. Regluleg nefskolun með físibelgnum á eftir getur komið í veg fyrir og fjarlægt stíflur í kinn- og ennisholum.

Leiðbeiningar (pdf): Hvað er nefskolun og hvernig skolar maður nefið?

Um nefskolun - á ensku

Nefskolun er bara ein af mörgum hreinsunaraðferðum í jóga. Æfingarnar Agnisara og Nauli þjálfa maga- og kviðarvöðva. Þessar aðferðir ásamt jógískri þarmaskolun (sjá neðar) koma í veg fyrir að það myndist spennuástand, þær gefa líffærum og innyflum endurnærandi og örvandi nudd.

Þarmaskolun, Shankhaprakshalana, hreinsar magann og þarmana með saltvatni. Það hefur meðal annars þau áhrif að skynfærin skerpast og orka þín eykst. Sjá nánar:

Stutt kynning á þarmaskolun - á íslensku

Ítarlegt um þarmaskolun - á ensku

>>> Næsta: Jógastöður